Vafrakökustefna

Almennar upplýsingar

Þessi vafrakökustefna lýsir því hvernig við notum vafrakökur, merkisstjórnun og svipaða tækni á vefsvæði okkar og í snjallforritum okkar.

Þessi vafrakökustefna var síðast uppfærð 04. mars 2022.

Avis Budget Group, Inc. (og samstæðufélög þess sem eru staðsett í Evrópusambandinu) (við, okkur, okkar) notar vafrakökur, merkistækni og svipaða tækni eins og lýst er í þessari vafrakökustefnu.

Vinsamlegast lestu þessa vafrakökustefnu vandlega. Hún lýsir því hvernig við notum vafrakökur, vefvita, merkistækni, IP-tölur og aðrar aðferðir til að safna og miðla upplýsingum um notkun vefsvæðis, snjallsíðna og snjallforrita okkar. Nánari upplýsingar um þær aðferðir sem við notum við upplýsingasöfnun er að finna í persónuverndartilkynningu okkar. Upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum og svipaðri tækni og hvernig hægt er að stýra henni er að finna hér á eftir.

Þú getur breytt vafrakökustillingunum þínum hérna: breyta vafrakökustillingum.

Hvað eru vafrakökur?

Vafrakaka er lítil textaskrá sem er vistuð í vafranum þínum og gerir honum kleift að muna upplýsingar á milli vefsíðna og vafraseta. Avis notar margar „fyrstu aðila“ vafrakökur - sem eru búnar til og notaðar af vefsvæði Avis – og nokkrar „þriðju aðila“ vafrakökur – sem eru búnar til á vefsvæðinu okkar af þriðju aðilum. Þær gera okkur kleift að muna hvern hluta bókunar þinnar eftir því sem þú ferð í gegnum vefsvæðið, að muna viðskiptavinaupplýsingar þínar og sýna viðeigandi efni sem byggir á þeim valmöguleikum og þeirri ferð sem þú velur. Þær hjálpa okkur einnig að skilja notandahegðun á vefsvæðinu okkar, sem þýðir að við getum bætt upplifun þína.

Vafrakökur geta einungis geymt texta, sem er almennt með nafnleynd og yfirleitt dulkóðaður.

Vafrakökur eru öruggar – þær geta aðeins geymt upplýsingar sem vafrinn gefur upp, sem eru upplýsingar sem notandinn hefur slegið inn í vafrann eða sem eru innifaldar í síðubeiðninni. Þær geta ekki keyrt kóða og ekki er hægt að nota þær til að fá aðgang að tölvunni þinni. Ef vefsvæði dulkóðar upplýsingarnar í vafrakökunni getur aðeins það vefsvæði lesið upplýsingarnar.

Til eru tvær gerðir af vafrakökum: Setukökur og viðvarandi kökur. Þær eru notaðar til ólíkra hluta og innihalda ólíkar upplýsingar.

Setukökur innihalda upplýsingar sem eru notaðar í núverandi vafrasetu þinni. Þessum kökum er sjálfkrafa eytt þegar þú lokar vafranum. Ekkert geymist í tækinu þínu lengur en í þann tíma sem þú eyðir á vefsvæðinu.

Viðvarandi kökur eru notaðar til að geyma upplýsingar sem eru notaðar milli heimsókna. Þessar upplýsingar gera vefsvæðum kleift að þekkja þig sem viðskiptavin sem hefur komið á vefsvæðið áður og bregðast við á viðeigandi hátt. Viðvarandi kökur hafa líftíma sem er ákveðinn af vefsvæðinu, sem getur verið allt frá nokkrum mínútum upp í nokkur ár.

Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á:

www.allaboutcookies.org;
www.youronlinechoices.eu; og
https://www.cookielaw.org/media/1096/icc_uk_cookiesguide_revnov.pdf.

Merkisstjórnun

Vefsvæði Avis felur einnig í sér notkun merkja (e. tags). Merki eru stuttir forritstextar sem er að finna á vefsvæði okkar og veita vafra notandans fyrirmæli um að ná í/sækja upplýsingar um þann notanda, síðu vefsvæðisins eða vefslóðina. Nota má þessar upplýsingar í tengslum við virkni vefsvæðisins, kjörnýtingu, greiningar, auglýsingar eða til endurmiðunar. Notkun merkja á vefsvæði Avis felur í sér að tilteknum upplýsingum er miðlað um tæki þitt og notkun þína á vefsvæði Avis til samstarfsaðila okkar.

Hvers vegna að nota vafrakökur og merki?

Vefsvæðið notar vafrakökur til að viðhalda setu þinni eftir því sem þú notar vefsvæðið, til að muna bókunarupplýsingar þínar og hvort þú hafir skráð þig inn. Þær eru notaðar til að sýna viðeigandi vörur innan ferðar þinnar.

Vefgreiningarkökur, frá samstarfsaðilum okkar Google og Adobe, gera okkur kleift að fylgjast með því hvernig viðskiptavinir nota vefsvæðið. Þannig fáum við mikilvægar upplýsingar sem gera okkur kleift að bæta vefsvæðið og þær vörur og þá þjónustu sem við bjóðum.

Við vinnum einnig með samstarfsaðilum sem skrifa vafrakökur, merki og SDK þriðju aðila, sem auglýsendur nota síðan á öðrum vefsvæðum til að veita þér viðeigandi upplýsingar á grundvelli vafrasögu þinnar svo og tækisauðkenna, upplýsinga um staðsetningu, forrit og notkun, og uppsetningarauðkenna. Þessar kökur, merki og SDK geyma ekki persónuupplýsingar þannig að önnur vefsvæði geti borið kennsl á þig, heldur taka þær alfarið mið af vafrasögu og öðrum skráarupplýsingum. Slík tækni kann að vera notuð til að safna upplýsingum um netfang þitt. En þessar upplýsingar eru aðeins notaðar til að tryggja að viðeigandi auglýsingar séu sýndar miðað við þá forsendu að tækið kunni að tilheyra einstaklingi sem hefur áhuga á tilteknu efni en auglýsendurnir vita ekki deili á einstaklingnum sem á eða notar tækið.

Að slökkva á og eyða vafrakökum

Þú getur breytt vafrakökustillingunum þínum fyrir flestar vafrakökur sem eru notaðar á vefsvæðinu okkar í stjórnstöð vafrakökustillinga. Upplýsingar um vafrakökur sem hægt er að stilla í stjórnstöð vafrakökustillinga er að finna í kaflanum Hvað gera þessar vafrakökur? hér á eftir. Þú getur breytt þessum stillingum hvenær sem er og ef þú breytir stöðu einhvers flokks vafrakaka í „slökkt á“ verður sá flokkur vafrakaka (eða svipuð tækni) ekki lengur notaður á tækinu þínu.

Þótt hægt sé að stilla flestar vafrakökur á vefsvæðinu okkar í stjórnstöð vafrakaka er til lítill fjöldi vafrakaka sem aðeins er hægt að stýra í stillingum í vafranum þínum.  Upplýsingar er að finna í kaflanum Hvað gera þessar vafrakökur? hér á eftir.

Allir vafrar bjóða þér þann möguleika að takmarka hegðun á vafrakökum eða slökkva á vafrakökum í stillingum eða valmöguleikum vafrans. Hvernig það er gert er mismunandi á milli vafra, en þú finnur leiðbeiningar undir hjálparvalmynd vafrans þíns.

Með vafranum þínum getur þú einnig séð vafrakökur sem eru á tölvunni þinni, og eytt einstökum kökum, eða þeim öllum.

Vafrakökur eru ekki annað en textaskrár og því getur þú opnað þær og lesið innihald þeirra. Upplýsingarnar sem þær innihalda eru oft dulkóðaðar, eða hafa að geyma talnalykil sem svarar til vefsetu, þannig að oft er merking þeirra aðeins ljós vefsvæðinu sem skrifaði hana.

Ef þú slekkur á sjálfkrafa vafrakökum (kökum sem eru nauðsynlegar fyrir vefsvæði Avis) mun vefsvæði Avis ekki getað útbúið bókun eða munað setuna þína og því mun vefsvæðið ekki virka sem skyldi.

Að afvirkja aðrar gerðir vafrakaka mun einnig hafa áhrif á eftirlit með för þinni í gegnum vefsvæðið, en mun ekki koma í veg fyrir að greiningarkóði þekki heimsókn þína.

Að afþakka áhugatengdar auglýsingar í snjallforritum

Ef þú notar snjallforritin okkar getur þú virkjað „do not track“ eiginleikann til að stýra áhugatengdum auglýsingum á iOS eða Android fartæki með því að velja Limit Add Tracking valmöguleikann í persónuverndarhlutanum í Settings á iOS eða í auglýsingastillingunum á Android tækjum (t.d. í Google Settings). Það kemur ekki í veg fyrir að auglýsingar verði sýndar, en þýðir að þær verða ekki lengur sniðnar að því sem þú hefur áhuga á.

Hvaða vafrakökur og merki notar vefsvæði Avis?

Setukökurnar sem Avis semur innihalda upplýsingar sem vefþjónninn notar um það hvaða netþjónn annist úrvinnslu á setu þinni, um sannvottunarstöðu þína (með tilliti til viðskiptavinagagnagrunns Avis) og upplýsingar um bókun þína.

Viðvarandi kökur og merki sem vefsvæði Avis býr til eru notaðar af tæknilegum samstarfsaðilum okkar. Þær eru notaðar til að bera kennsl á heimsóknir notenda sem hafa heimsótt vefsvæðið áður, og eru því ekki nýir viðskiptavinir. Upplýsingarnar sem eru vistaðar eru notaðar til að sýna þér viðeigandi auglýsingar á öðrum vefsvæðum af okkar hálfu. Að eyða þessum vafrakökum og merkjum og afvirkja þessar vafrakökur og merki með því að breyta „Advertisting and Retargeting“ vafrakökum og merkjum í „off“ í stjórnstöð vafrakökustillinga mun ekki hafa áhrf á upplifun þína eða virkni vefsvæðis Avis.

Hvað gera þessar vafrakökur og merki?

Við höfum flokkað vafrakökurnar og merkin á vefsvæði Avis á eftirfarandi hátt:

Til frekari glöggvunar höfum við sett fram upplýsingar hér að neðan varðandi meirihluta vafrakaka og merki þriðju aðila sem við eigum í samstarfi við og setja vafrakökur og merki á vefsvæði Avis. Við höfum reynt að veita eins ítarlegar upplýsingar og mögulegt er með þessum lista. Vafrakökur og merki sem notuð eru á vefsvæði Avis munu þó breytast af og til.

Sér í lagi munum við bæta við frekari vafrakökum og merkjum og skipta um vafrakökur og merki sem talin eru upp hér að neðan. Við munum öðru hvoru uppfæra listann hér að neðan til að endurspegla þessar breytingar. Að auki má aðeins nota sumar vafrakökur á vefsvæði Avis í stuttan tíma á meðan við erum til dæmis að prófa ákveðna virkni á vefsvæðinu eða að breyta auglýsingum okkar á netinu. Þessar vafrakökur eru almennt notaðar til fínstillingar eða auglýsinga og endurmiðunar eins og lýst er hér að ofan en eru kannski ekki taldar upp á þessum lista.

Þetta er þess vegna ekki tæmandi listi. En þú munt samt geta stjórnað notkun vafrakaka og merkja sem ekki eru talin upp á listanum hér að neðan í gegnum stillingamiðstöð okkar fyrir vafrakökur. Þú getur líka breytt eða eytt vafrakökum í gegnum stillingar vafrans þíns.

Þú viðurkennir að ef við leyfum þriðju aðilum, eins og um getur að ofan, að setja inn vafrakökur höfum við ekki endilega algera stjórn á þeim vafrakökum eða gögnunum sem er safnað. Vinsamlegast skoðið persónuverndarstefnu viðkomandi þriðja aðila til að fá upplýsingar um hvaða gögnum þeir safna og hvernig þeir nota þau.

Google DoubleClick

Avis notar Google DoubleClick: (a) til að birta auglýsingar Avis á öðrum völdum vefsvæðum þriðju aðila (innan samstarfsaðilanets Google DoubleClick) á grundvelli viðmiða sem Avis velur; og (b) til að endurbeina auglýsingum Avis að notendum sem hafa heimsótt vefsvæði Avis.

Google DoubleClick notar upplýsingar sem er safnað um notendur á vefsvæði Avis svo og upplýsingar sem er safnað á vefsvæðum þriðju aðila til að veita Avis þessa þjónustu, og þá einkum til að þekkja einstaklinga svo hægt sé að sýna þeim auglýsingar á grundvelli valinna viðmiða Avis. Það felur meðal annars í sér notkun upplýsinga sem er safnað með Google DoubleClick vafrakökunni á vefsvæði Avis eins og lýst er í töflunni að ofan. Avis miðlar upplýsingum til Google í gegnum Google DoubleClick vafrakökuna til að geta stundað skilvirka markaðs- og kynningarstarfsemi og framkvæmt greiningar á árangri auglýsinga.

Til að afþakka söfnun persónuupplýsinga sem hluta af þjónustu Google DoubleClick (og sérsniðnar auglýsingar á samstarfsvefsvæðum Google og í google leit) skaltu fara á: www.google.com/ads/preferences/html/opt-out.html. Nánari upplýsingar um hvernig Google notar upplýsingar er að finna hér https://policies.google.com/technologies/partner-sites.

Sérsniðnar auglýsingar á samfélagsmiðlum

Avis notar markaðstól sem eru í boði á samfélagsmiðlum (svo sem Facebook og Instagram) til þess að: (a) velja tiltekin viðmið sem samfélagsmiðillinn mun nota til að birta auglýsingar Avis fyrir tiltekinn hóp notenda; og (b) birta auglýsingar aftur fyrir notendur sem hafa heimsótt vefsvæði Avis (t.d. ef bókun hefur verið hafin en er ekki lokið).

Samfélagsmiðlar nota upplýsingar um notendur sína til að ákvarða hvort birta skuli tilteknar auglýsingaherferðir fyrir slíkum notendum á grundvelli viðmiða sem auglýsandinn velur. Þar getur til dæmis verið um að ræða upplýsingar sem er safnað í gegnum díl (e. pixel) eða svipðaða tækni á vefsvæði Avis (eins og lýst er í töflunni að ofan) sem notendur veita samfélagsmiðlinum (t.d. aðgangsupplýsingar og notkun samfélagsmiðilsins) og upplýsingar sem er safnað frá vefsvæðum þriðju aðila sem er deilt með samfélagsmiðlinum.  Það getur meðal annars falið í sér að samfélagsmiðillinn meti hvort líkindi séu á milli notenda hans og viðskiptavina Avis á grundvelli tiltekinna viðmiða eða upplýsinga sem Avis veitir samfélagsmiðlinum.

Ef Avis miðlar persónuupplýsingum notenda til samfélagsmiðilsins í gegnum samfélagsmiðladíl á vefsvæði Avis þá er það gert í því skyni að það geti stundað skilvirka markaðs- og kynningarstarfsemi og framkvæmt greiningar/skýrslugjöf um árangur auglýsinga.

Til að afþakka sérsniðnar auglýsingar á samfélagsmiðlaaðgangi eða -fréttastraumi þínum, og til að fá nánari upplýsingar um hvernig þessir samfélagsmiðlar nota upplýsingar þínar, skaltu fara á:

Facebook: https://en-gb.facebook.com/privacy/explanation
Instagram: https://help.instagram.com/519522125107875
Twitter: https://twitter.com/en/privacy
YouTube: https://policies.google.com/privacy

Ef þú vilt stýra notkun upplýsinga um þig sem Facebook safnar af vefsvæðum þriðju aðila getur þá farið í 'Off-Facebook' persónuverndarstillingar Facebook hérna: https://en-gb.facebook.com/off-facebook-activity.

Persónuupplýsingar viðskiptavina Avis

Avis fer yfir og metur upplýsingar um núverandi viðskiptavini sína til að ákvarða hvers konar einstaklingar við viljum að sjái auglýsingar okkar þegar þeir nota internetið og til að ákvarða þau viðmið sem skuli nota við birtingu markaðs- og kynningarherferða í framtíðinni (þ.á.m. sem lýst er í köflunum „Google DoubleClick“ og „Sérsniðnar auglýsingar á samfélagsmiðlum“ hér að framan.  

Þú getur afþakkað þessa vinnslu hvenær sem er. Nánari upplýsingar er að finna í kaflanum Réttindi þín og val í persónuverndartilkynningunni.

Önnur tækni

Auk vafrakaka notum við tiltekna aðra svipaða tækni eins og hér segir:

Vefvitar: litlar myndir sem er að finna á vefsvæði eða í tölvupóstum okkar eða þriðju aðila til að veita greiningarupplýsingar;
Samfélagsmiðlatákn: hnappar eða tákn sem eru veitt af samfélagsmiðlum sem kunna að safna upplýsingum um vöfrun og eru mótteknar af þriðja aðilanum eða er stýrt af þriðja aðilanum; og
SDK: þetta eru hugbúnaðarþróunarfæri fyrir snjallforrit sem eru notuð í forritum okkar. Þau gera okkur kleift að safna upplýsingum um virkni forrits og tækisins sem það keyrir á.

Breytingar á vafrakökustefnunni okkar

Þessi vafrakökustefna kann að verða uppfærð öðru hvoru. 

Ef við breytum einhverju mikilvægu um þessa vafrakökustefnu munum við tilkynna þér það með sprettitilkynningu á vefsvæðinu í eðlilega langan tíma fyrir og eftir breytinguna. Þú getur lesið vafrakökustefnuna með því að fara á vefsvæðið okkar og smella á hlekkinn sem vísar á vafrakökustefnuna.